Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Breyting á dagskrá!

Það er smá breyting á dagskrá eða eiginlega viðbót. Strax eftir setningu á laugardag svona um 2 leytið verða leikir í Hesthúslaut. Byrjað verður á ratleik sem er ætlaður fyrir allan aldur og krefst þátttöku barna og fullorðinna, heimamanna og aðkomumanna. Vonum að sem flestir taki þátt.

Uppfærð dagskrá er hérna!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skoðanakönnun

Um helgina fá þeir aðilar sem greiða inn á hátíðina skoðanakönnun í hendur þar sem þeir eru beðnir að svara nokkrum spurningum varðandi framtíð Gúmmískóa.  Hér að neðan má sjá könnunina á word formi.

Hér til hægri á síðunni eru svo tvær spurningar sem þú skalt endilega svara.  Hér gefst öllum kostur á að koma skoðun sinni á framfæri.  Einnig máttu senda mér spurningu og svarmöguleika ef þú lumar á góðri spurningu til að setja í könnun, og henni verður einfaldlega bætt við listann.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Komið í lag!

Jæja líklega er þetta bara komið í lag, og því hægt að skoða skrárnar.  Njótið!


1000 kr inn fyrir 20 ára og eldri

Ætli það verði ekki eitthvað á þeim nótum, einn þúsari inn fyrir 20 ára og eldri.

Skrár opnast ekki

Það hlýtur að vera vegna bilunarinnar sem orsakar það að ekki er hægt að opna skrárnar hér að neðan.  Vonandi kemst það nú í lag fljótlega, eða eins og sagt er "....unnið er að viðgerð".

Uppfært pdf skjal af ættarskránni

Þetta skjal er í meiri gæðum en fyrra pdf-skjalið.  Njótið!

Hér þarf líklega að stilla prentarann á "2-sided short edge" (fer þó eftir prenturum!).


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Drög að dagskrá

Drög að dagskrá eru komin hér nokkuð fyrir ofan.  Það er alveg sjálfsagt mál að koma með tillögur eða athugasemdir.  Það er líka alveg sjálfsagt að taka ekkert endilega tillit til þeirra, en hver veit?


Ættarskráin á Publisher formi

Og hér er hægt að ná í Ættarskrána á Publisher formi, gæðin betri og hægt að eiga meira við prentstillingar.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innlit á síðuna

Það er enn pláss í gestabókinni til að kvitta fyrir heimsóknir. Wink


Dagsetning

Gúmmískór 2008 verða haldnir um Verslunarmannahelgina, nánar tiltekið 1. til 4. ágúst.  Hátíðin verður með aðeins öðru sniði en vanalega þar sem dagskrá verður nú alfarið í Vogatorfunni en ekki uppi í hraunum (Stórarjóðri) eins og fyrri hátíðir hafa verið.

Dagskrá liggur fyrir á allra næstu klukkustundum og birtist þá að sjálfsögðu hér.  Einnig mun niðjatal verða sett hér á vefinn og eru menn beðnir að prenta það út, sér og öðrum til yndisauka.  Niðjatal verður í mjög fáum eintökum á hátíðinni en þar geta útvaldir aðilar keypt það á okurverði. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband